Lára V. Júlíusdóttir

Hæstaréttarlögmaður

 

Lára V. Júlíusdóttir hefur starfað við lögmennsku allt frá árinu 1977. Lára er landskunn fyrir störf sín við vinnurétt og er höfundur kennslubóka um stéttarfélög og vinnudeilur og ráðningarrétt. Þar að auki hefur hún áratuga reynslu af lögfræðilegri aðstoð á sviði fjölskyldu- og erfðaréttar.

 

Hulda Rós Rúriksdóttir

Hæstaréttarlögmaður

Hulda Rós Rúriksdóttir hefur starfað í ýmsum störfum tengdum lögfræði frá útskrift úr laganámi á árinu 1991 en hefur starfað sem lögmaður frá árinu 2000. Á löngum ferli hefur hún aflað sér mikillar og víðtækrar reynslu í fjölskyldumálum, erfðamálum og á sviði vinnuréttar. Auk þess hefur hún komið töluvert að ýmsum skaðabótamálum og annarri lögfræðiþjónustu.  Hún hefur víðtæka reynslu af málflutningi bæði í héraði og einnig Hæstarétti. Þá hefur hún einnig víðtæka reynslu af kærumálum á sviði stjórnsýslu.


Svanfríður Dóra Karlsdóttir

Héraðsdómslögmaður

Svanfríður Dóra Karlsdóttir hefur starfað í ýmsum störfum tengdum lögfræði frá útskrift árið 2010. Lengst hefur hún starfað sem lögfræðingur hjá Umhverfisstofnun. Svanfríður hefur starfað sem lögmaður frá árinu 2017.


Ásmundur Jónsson

Héraðsdómslögmaður

Ásmundur Jónsson hefur starfað sem lögmaður frá útskrift árið 2013. Ásmundur starfaði hjá Fulltingi árin 2016 - 2019. Þar áður vann hann hjá Innanríkisráðuneytinu og Ríkissaksóknara.

 

Elísabet Gunnarsdóttir

Bókari/Ritari

Elísabet Gunnarsdóttir er viðurkenndur bókari. Hún hefur víðtæka reynslu af bókhaldi, stjórnun og rekstri. Elísabet hefur starfað hjá stofunni frá árinu 2017.